hvað skal gera næst?

Jæja gott fólk. Það fer að líða að lokum á þessum ritgerðarskrifum. Ég vona að þetta fái samþykki hjá þessu háu herrum, yfirmaður deildarinnar er um 190 cm á hæð. Ég hef það á tilfinningu að sá hái herra hafi eitthvað á móti mér. Vonandi sér hann aumur á mér og leyfir þessum ritlingi að sleppa í gegnum óþarflega vökul augu.

Ég hef sofið alveg einstaklega lítið síðustu 2 vikur og ég bara get ekki mælt með því. Það verður ferlega ljúft að fá góðan svefn um helgina, en ég hlakka ennþá meira að fá blessuðu rúsínurnar mínar til mín. Þau hafa verið hjá mömmu sinni í allan nóvember mánuð og ég mun núna hafa þau fram til 20. des. Við ætlum að jólast eins og brjálæðingar og njóta þess að vera til.

Ég hef fengið tímabundna vinnu í blessaðri gardínugerðinni fram að jólum og ætti að geta borgað sveinka fyrir skóþjónustuna.

Pabbi og Erla ætla heiðra okkur með komu sinni og verða hjá okkur um jólin. Það verður alveg ferlega gaman.

Jæja best að halda áfram. 35 tímar í skil og engan veginn nægur tími til að klára þetta en amk verður einhverju skilað til háa herrans umtalaða og skósveina hans.

kveðja í bili í fáránlegu góðu veðri í ævintýrabænum Óðinsvéum,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jæja já. Þú ættir samkvæmt öllu að vera búinn að skila núna, er það ekki? Ef svo er þá óskum við þér til hamingju með það!
Svo vil ég endilega fá að vita á hvaða lyfjum þessi rauðhærða snót sem er hérna til vinstri á skjánum í MAGABOL er! Það er í það minnsta ekki svona gott veður hjá okkur hérna í Hjallese. En Óðinsvé er stór borg, svo það getur vel verið að í sveitinni hjá þér sé fínt veður.
Hilsen úr sultunni,
Addý paddý.
Nafnlaus sagði…
Til lukku með skilin!!! Gaman að þetta sé búið. Vona að vandræði gærkvöldsins hafi bjargast.
Kv. úr vorblíðu í Kefló.
g

Vinsælar færslur